Er ekki allt í lagi hjá mbl.is...?

Enn vil ég taka á þessum leiða vana á mbl.is varðandi fréttir og fréttaskrif að nefna hlutina ekki sínum nöfnum. - Það er hægt að umbera einstaka villu, innsláttarvillu eða lélega heimildavinnu, en hvað er að því að rita rétt nöfn á hlutunum sem fréttirnar eiga að fjalla um..?  Trekk í trekk varðandi fréttir um þessi ragnarök sem eiga sér stað núna á MALLORCA, text "frétta-gúgglurum" mbl.is ekki að nefna eyjuna réttu nafni. -

Ég veit svo sem ástæðuna. Mbl.is hefur ekki menntaðan mannskap, og hugsanlega svokölluð "fréttabörn" við "skriftir", þó að ekkert sé í raun skrifað. - Ástæðan fyrir því að "blaðabörnin" kalla eyjuna, æ ofan í æ, MAJORCA eða MAJORKA/U, er vanþekking, og að fréttirnar eru "gúgglaðar" og laptar upp úr ensku. - Hef ég nú minnst á þetta áður um nánast sama mál. 

Englendingar eru ekki skörpustu þegar kemur að tungumálum, og er þetta vegna þess að þeir (enskumælandi) GETA EKKI sagt MALLORCA eða greinilega ekki heldur, skrifað það rétt.

Hvet fólk til að slá í leitarvafra...Mallorca v. Majorca ..og kynna sér málið.

 


mbl.is 12 látnir eftir flóð á Majorka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. október 2018

Um bloggið

Már Elíson

Höfundur

Már Elíson
Már Elíson

Tónlistarmaður

Færsluflokkar

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband